Fundarboð 585. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
585. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 9:00.
1.Fundargerðir
a) Fundargerð 23. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 27. janúar 2025.
Mál nr. 2, 3, 10, 12 og 13 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 24. fundar Skólanefndar, 14. janúar 2025.
c) Fundargerð 7. fundar Samráðshóps eldri borgara, 5. mars 2025.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
d) Fundargerð 295. fundar skipulagsnefndar UTU, 29. janúar 2025.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 31 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
e) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. 23. janúar 2025.
f) Fundargerð 80. fundar Bergrisans bs., 13. janúar 2025.
g) Fundargerð 330. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs., 18. desember 2024.
h) Fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 7. nóvember 2024.
i) Fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags hses., vegna ársins 2023, 15. janúar 2025.
2. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2024 um Freyjustíg 14.
3. Fjárfestingar í vatnsveitu.
4. Samstarf um vöktun Þingvallavatn.
5. Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar héraðsvega í þéttbýli – Sólheimar (3774-01).
6. Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Arnarbælisvegar (3749-01) af vegaskrá.
7. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Þrastarhólar 13 fnr. F2299202.
8. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H frístundahús að Rofabæ 4 fnr. F2209648.
9. Framkvæmd sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins.
10. Áskorun Félags íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
11. Styrktarbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna.
Borg, 3. febrúar 2025, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir