Góður stofnfundur félagsins 60+ í Grímsnes- og Grafningshreppi
27.02.2025
Stofnfundur félagsins 60+ í Grímsnes- og Grafningshreppi var haldinn þriðjudaginn 18. febrúar síðastliðinn. Á fundinum voru samþykkt lög félagsins og kjörin stjórn. Magnús J. Magnússon, formaður félags eldri borgara á Selfossi, stýrði fundinum og leiddi uppbyggilegar umræður um mikilvægi þess að efla starfsemi félagsins í sveitarfélaginu.
Í stjórn félagsins voru kjörin:
- Sigríður Kolbrún Oddsdóttir - formaður
- Gróa Linddís Dal - ritari
- Valgeir F. Backman - gjaldkeri
Varamenn í stjórn eru:
- Sigrún Reynisdóttir
- Sandra Gunnarsdóttir
Við hlökkum til að sjá félagið vaxa og blómstra og hvetjum alla 60 ára og eldri til að taka þátt í starfsemi félagsins. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga á að stuðla að góðri félagsstarfsemi og samveru 60 ára og eldri í sveitarfélaginu.
Síðast uppfært 27. febrúar 2025