Fara í efni

Röskun á starfsemi vegna veðurs

Appelsínugular og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á Suðurlandi á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.
Viðvaranir taka gildi kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00.
Þá hefur hættustigi Almannavarna verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun.
Af þeim sökum verður röskun á starfsemi í Grímsnes- og Grafningshrepps sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar:
- Kerhólsskóli og frístund verða lokuð allan daginn.
- Mötuneyti Kerhólsskóla verður lokað.
- Íþróttamiðstöðin á Borg verður lokuð.
- Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð, en tölvupóstum verður svarað.
Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð.
Skólinn opnar aftur, samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 7. febrúar.
Síðast uppfært 6. febrúar 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?