Fara í efni

Stofnfundur Félags 60+ í Grímsnesi og Grafningi þann 18.feb kl 20:00

Til stendur að stofna Félag eldri borgara(60+) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fundurinn, sem haldinn verður þriðjudaginn 18. febrúar kl 20:00 í félagsheimilinu á Borg, er ætlaður til að stofna félagið formlega.
Dagskráin felur í sér kynningu á félaginu, kosningu í embætti og samþykkt laga.
Markmiðið er að bæta hagsmuni og velferð eldri borgara á svæðinu. Félagið mun einnig stuðla að enn frekari tómstundaiðkun og félagslífi.

Allir 60 ára og eldri eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt.

Síðast uppfært 10. febrúar 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?