Stofnfundur Félags 60+ í Grímsnesi og Grafningi þann 18.feb kl 20:00
10.02.2025
Til stendur að stofna Félag eldri borgara(60+) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fundurinn, sem haldinn verður þriðjudaginn 18. febrúar kl 20:00 í félagsheimilinu á Borg, er ætlaður til að stofna félagið formlega.
Dagskráin felur í sér kynningu á félaginu, kosningu í embætti og samþykkt laga.
Markmiðið er að bæta hagsmuni og velferð eldri borgara á svæðinu. Félagið mun einnig stuðla að enn frekari tómstundaiðkun og félagslífi.
Allir 60 ára og eldri eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt.
Síðast uppfært 10. febrúar 2025