Ganga um Snæfoksstaði
12.05.2023
Eldra fólk í sveitarfélaginu hittist einu sinni í mánuði yfir bjartari mánuði ársins og gengur saman og fær sér kaffisopa á eftir.
Í þessari viku var gengið á Snæfoksstöðum, Sigríður Oddsdóttir leiddi hópinn um æskuslóðirnar, komið við hjá Skógræktinni og fræðst um þeirra starfsemi og svo endaði í kaffi hjá Sirrý og Magga.
Júní gangan verður auglýst í Hvatarblaðinu og á heimsíðu sveitarfélagsins þegar staður og stund hefur verið ákveðin og við hvetjum alla 60 ára og eldri til að koma og taka þátt.
Síðast uppfært 3. júlí 2023