Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð tekur við nýtt þema hjá heilsueflandi samfélagi hér í sveitarfélaginu. Þema næsta árs er heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni. Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni er eitthvað sem allir ættu að reyna að tileinka sér og við munum gera okkar besta til að hvetja fólk áfram og finna leiðir til að gera fólki það auðveldara. Á næstu vikum munu íbúar fá tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum varðandi þetta þema á framfæri.
Samhliða þessu þema ætlar sveitarfélagið að fara í þá vinnu að innleiða heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og mun bjóða íbúum sveitarfélagsins að taka þátt í og hafa áhrif á þá vinnu.
Að lokum langar okkur að minna félagasamtök á lýðheilsusjóð heilsueflandi samfélags en þar er hægt að sækja um styrki fyrir heilsueflandi viðburðum sem haldnir eru í sveitarfélaginu.
Gleðilegt nýtt ár!