Atvinnu- og menningarnefnd
Fundur í atvinnumálanefnd 26. janúar 2011.
Mættir: Eiríkur Steinsson, Pétur Frantzson, Hörður Óli Guðmundsson, Ólafur Jónsson var forfallaður.
Dagatalið: Kostnaðar áætlun uppá 500.000 kr. Hönnun,prentun og dreifing. Tekjur áætlaðar 250.000 kr. Sveitarfélagið hleypur undir bagga með það sem uppá vantar 250.000 kr.
Listi með þjónustuaðilum í sveitinni: verið að vinna í að koma saman lista með nöfnum á þjónustu aðilum í sveitinni, netföngum, símanúmerum og þess háttar.
Kynningar fundur: stemmt að því að halda kynningar fund 21.febrúar. Ferðamálafulltrúinn ætlar að koma og kynna sig og sína starfsemi. Opni dagurinn kynntur og þeir sem hafa áhuga á því að vera með gefi sig fram. Auglýsa í fréttabréfi.
Fyrir hönd atvinnumálanefndar
Hörður Óli Guðmundsson