Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

7. fundur 23. maí 2013 kl. 08:30 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Starfsmenn
  • Eiríkur Steinsson
  • Pétur Ingi Frantzson
  • Ólafur Jónsson boðaði forföll
Eiríkur Steinsson

Fundargerð.

 

7. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 23. maí 2013 kl. 8:30 f.h

 
Fundinn sátu:
Eiríkur Steinsson
Pétur Ingi Frantzson
Ólafur Jónsson boðaði forföll

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Eiríkur Steinsson

 
1.        Opni dagurinn.
       Farið var yfir þá aðila sem ætluðu að vera með á opna deginum 8. júní n.k. Fleiri aðilar hefðu mátt taka þátt en það eru misjafnar aðstæður hjá hverjum og einum. Ákveðið var að fá Ásborgu ferðamálafulltrúa til að útbúa auglýsingu sem verður birt í Hvatarblaðinu, Dagskránni og Sunnlenska, vikuna fyrir opna daginn. Spurning er hinsvegar hvort hægt væri að auglýsa þetta eitthvað betur en það þarf að skoðast fyrir næsta ár.

 
2.        Dagatalið.
Góð þátttaka var meðal auglýsenda á dagatalinu í ár. Sumir hættu en aðrir bættust við. Næsta mál er að fullklára uppsetningu á dagatalinu og fá tilboð í prentun og vonandi verður þetta klárt í byrjun júní.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 10:10.

Getum við bætt efni síðunnar?