Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

14. fundur 16. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

14. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, mánudagurinn 16. febrúar 2015 kl. 17:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Ljósmyndakeppni.
Til stendur að halda ljósmyndasamkeppni og eru íbúar sveitarfélagsins á öllum aldri og aðrir áhugasamir ljósmyndarar hvattir til að taka myndir í sveitarfélaginu hvort sem það eru mannlífs,- viðburða- eða landslagsmyndir. Tímabil keppninnar verður frá mars til enda september mánaða, myndirnar mega hafa verið teknar á lengra tímabili ef því er að skipta.  Ljósmyndirnar verða síðan til sýnis í sundlauginni á Borg. Veitt verða síðan verðlaun  fyrir hvern flokk fyrir sig auk frumlegustu myndina með þekktu kennileiti sveitarfélagsins í bakgrunni . Markmiðið er að safna myndum inn á vef sveitarfélagsins og í viðburðardagatalið sem gefið er út einu sinni á ári. Auglýst verður á vef sveitarfélagsins og Hvatar blaðinu 1x í mánuði til enda september. Þátttakendur eiga að senda myndirnar á netfangið karl@gogg.is

 
 Opinn dagur 30. maí.
Fá fyrirtæki sem einstaklinga til að kynna vörur sínar og opna hús/fyrirtæki frá kl. 11 – 16 nema annað sé tilgreint. Athugað hvort lítil fyrirtæki eða einstaklingar með heimaframleiðslu hafi áhuga að koma sér saman á einum stað sem væri í alfaraleið til að kynna afurðir sínar.  Hvort  sveitarfélagið sé tilbúið að opna sín hús og kynna hvað sveitarfélagið hefur upp á að bjóða einnig hvort kirkjusóknir í sveitinni væru tilbúnar að opna kirkjurnar. Auglýst verður á heimasíðu sveitarfélagsins og hvatarblaðinu en leitað verður síðan eftir styrk frá sveitarfélaginu til að auglýsa þetta enn frekar þegar nær dregur. Síðan er hugmynd hvort hægt væri að vera með uppákomu í Félagsheimilinu Borg í lok dagskrá eða eftir kl. 16 sama dag.

 
Sveitamarkaður í sumar. 
Í framhaldi á opna deginum á að athuga hvort áhugi sé hjá framleiðendum í sveitinni að vera með sveitarmarkað um helgar frá miðjum júní til miðjan ágúst í sumar. Athugað verður hvort sveitarfélagið gæti verið innan handar til að leysa húsnæðismál/lóðarmál . Þeir framleiðendur sem síðan hefðu áhuga að vera með mundu sjálfir sjá um nánari útfærslu. Ef vel tekst til í sumar er spurning hvort hægt væri að hafa þetta árlegt á sumartíma þegar ferðafjöldinn er sem mestur í gegnum sveitina.

 

  
Önnur mál.  
Frumkvöðladagur uppsveitanna verður haldin á Café Mika, Reykholti þann 12. mars frá kl. 13 – 17, yfirskrift erinda er; Frá hugmynd til framkvæmda.  

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?