Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

16. fundur 19. apríl 2015 kl. 20:00 - 22:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

16. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í Félagsheimilinu Borg, sunnudaginn 19. apríl 2015 kl. 20:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
 Opinn dagur 30. maí.
Á fundinn mættu um kl. 21, Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjórinn okkar og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Umræður voru um breytingar á fyrirkomulaginu á Opinn dagur sem hefur verið sl. ár í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að breyta nafninu á deginum í Borg í sveit, alvöru sveitardagur og fá fleiri en bændur til vera með á þessum degi. Til stendur að setja auglýsingu í næsta Hvatarblað og senda tölvupósta á alla íbúa sveitarfélagsins sem eru í rekstri og bjóða þeim sérstaklega að vera með á þessum degi til að kynna sig og sinn rekstur. Óskað er eftir að sveitarfélagið tæki þátt í kostnaði að auglýsa viðburðinn ef vel tekst til að fá fólk með okkur. Ásborg upplýsti okkur hvernig væri skynsamlegast að standa að þessu til að vel tækist en tíminn er mjög stuttur sem við höfum til undirbúnings. Við þökkum Ásborgu fyrir allar upplýsingarnar og Ingibjörgu sveitarstjóra fyrir jákvæða undirtektir af þeim hugmyndum sem komu á fundinum.

  

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:30.

Getum við bætt efni síðunnar?