Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
22. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn á kaffistofu sveitarfélagsins, þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 17:00 e.h.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.
Borg í sveit – samantekt.
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri mætti á fund þar sem farið var yfir viðburðinn Borg í sveit. Þeir sem nefndin og sveitastjóri hefur talað við hefur umsögn gesta verið jákvæð. Tekjur sem sveitarfélagið hafði af sölu súpu sem var seld í hádeginu í Félagsheimilinu Borg og tónleikar sem voru um kvöldið með Magnúsi Kjartanssyni og félögum var ásættanleg miðað við kostnað í heild sinni á viðburðinum Borg í sveit. Fjöldi gesta og uppgjör gefur nefndinni tilefni til að óska eftir hjá sveitarstjórn að hún gefi samþykki að viðburðurinn Borg í sveit verði endurtekin að ári, laugardaginn 28. maí 2016.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:45.