Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
23. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, miðvikudaginn 31. ágúst 2015 kl. 17:00 e.h.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.
Ljósmyndakeppnin.
Síðasti dagur til að skila inn ljósmyndum í keppnina er 30. september.
Ljósmyndirnar verða til sýnis í sundlauginni, á Borg, dagsetning verður auglýst síðar. Veitt verða verðlaun fyrir mannlífsmynd, landslagsmynd og síðan fyrir frumlegustu myndina með þekktu kennileiti sveitarfélagsins í bakgrunni. Markmiðið er að safna myndum inn á vef sveitarfélagsins og í viðburðardagatalið sem gefið er út einu sinni á ári.
Viðburðardagatal 2016 – Grímsnes og Grafningshrepps.
Undirbúningur er hafin á vinnu við dagatal fyrir árið 2016. Óskað er eftir að sveitarfélagið gefi okkur vilyrði fyrir að prenta dagatalið og að fá Rúnar Gunnarsson í vinnu við uppsetningu á því eins og á síðasta ári. Við höfum hug á því að nota sömu uppsetninguna sem var á dagatalinu 2015 og fá enn fleiri sveitunga til að auglýsa með okkur. Fyrirhugað er að hafa sama fyrirkomulag með afslætti eða eftir fjölda auglýsinga. Ef keyptar eru þrjár auglýsingar þá er veittur 15 % afsláttur, sex auglýsingar 25 % afsláttur og tólf auglýsingar 50 % afsláttur. Lítisháttar hækkun verður á stökum textaboxum frá fyrra ári. Til stendur að dagatalið verði tilbúið í prentun í byrjun desember og í almenna dreifingu seinnipartinn í sama mánuði. Fjöldi dagatala verði á bilinu 2.000 til 2.500 eintök sem ræðst á sölu auglýsinga í dagatalið auk kostnaðar við gerð þess.
Restin af dagatali 2015 fór í dreifingu samhliða viðburðinum Borg í sveit og mæltist það vel fyrir, til stendur að endurtaka það að ári.
Prentuð voru út 2500 eintök af 2015 dagatölunum.
Kostnaðurinn við að prenta dagatal með gormum er eftirfarandi:
2000stk kr. 334.000.- án vsk
2500stk kr. 417.000.- án vsk.
Þetta tilboð kemur frá Litróf sem hefur prentað dagatölin undanfarin ár.
Bæklingur.
Áhugi er hjá Atvinnumálanefndi að taka saman upplýsingar um sveitarfélagið og þjónustu þess og búa til kynningarbækling í A-4 þríbroti. Óskað er eftir vilyrði hjá sveitarstjórn fyrir greiðslu á kostnaði við uppsetningu og prentun. Hugmyndin er að setja bæklinginn á helstu opinbera staði hjá sveitarfélaginu og á heimasíðu sveitarfélagsins. Bæklingur er hugsaður sem lifandi gagn sem hægt væri að endurbæta og breyta í tímanna rás en markmiðið að koma öllum helstu upplýsingu á sveitarfélaginu á einn stað. Kostnaðurinn við að prenta bæklinginn er eftirfarandi:
Þríbrotinn bæklingur / Stærð A4 / Litur 4+4 / Pappír 170 gr SILK
Verð:
500 stk. - 27.500 kr. + vsk
750 stk. - 33.000 kr. + vsk
1000 stk. - 37.800 kr.+ vsk
Þetta tilboð kemur frá ARTPRO
Sveitamarkaður.
Ekki náðist að koma á sveitamarkaði á Borg í sumar en vilyrði frá sveitarstjórn og Hjálparsveitinni Tintron gáfu tilefni til þess en vegna tímaleysis Atvinnumálanefndar gekk það ekki upp. Til stendur að fara vinna í þessu í vetur og athuga m.a. áhuga sveitunga okkar sem eru að framleiða vörur til sölu hvort það sé vilji væri fyrir því ef hægt væri að útvega lóð og húsnæði með lágum tilkostnaði. Farið verður í viðræður við sveitarfélagið og Hjálparsveitina Tintron.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30