Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
27. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.
Ljósmyndakeppni.
Mættum tveimum tímum fyrir verðlaunaafhendingu til að klára að ganga frá myndum í ramma og hengja upp í Íþróttamiðstöðinni á Borg þar sem þær verða til sýnis fram í miðjan janúar 2016. Til sýnis eru verðlaunamyndirnar auk fimm mynda frá hverjum og einum ljósmyndara sem tók þátt í keppninni. Ákveðið var að hengja þær upp á þráð í sundlaugargluggum svo hægt væri að snúa þeim að sundlaug svo sundlaugagestir gætu notið þeirra líka. Verðlaun fyrir frumlegustu myndina fékk Rúnar Gregory Muccio, fyrir mannlífsmynd fékk Bragi Svavarsson og fyrir landslagsmynd fékk Anna Wozniczka. Í verðlaun voru bækurnar Grímsnes, búendur og saga bindi I og II og bókin Grafningur og Grímsnes byggðasaga, að auki fengu verðlaunahafar árskort í Íþróttamiðstöðina á Borg, blómvönd ásamt verðlaunamynd í ramma. Við þökkum öllum kærlega sem tóku þátt í keppninni en þeir hafa allir verið svo vinsamlegir og veitt okkur leyfi til að nýta myndirnar sínar bæði í dagatal sveitarfélagsins og til að setja á heimasíðuna hjá sveitarfélaginu.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00