Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

29. fundur 18. janúar 2016 kl. 17:00 - 19:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

29. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, mánudaginn 18. janúar 2016 kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Dagatal 2016/ Dagatal 2017.
Tekin var saman kostnaður við gerð dagatals 2016. Fyrir dagatal 2017 er búið að ákveða að hafa þematengt í myndum og hefja undirbúning í september.

 
Ljósmyndakeppnin.
Ljósmyndasýningin sem hefur verið staðsett í Íþróttamiðstöðinni Borg og sem til stóð að taka niður í lok janúar hefur fengið vilyrði um að hún fái að standa fram á vor.

 
Borg í sveit.
Fyrirkomulagið á viðburðinn Borg í sveit  sem verður haldin 28. maí n.k. verður með samskonar sniði og árið á undan. Búið er að panta Félagsheimilið Borg og ákveða að dagskráin eiga að standa frá kl. 11 – 16, síðan verður uppákoma í Félagsheimilinu um kvöldið. Farið verður í að merkja betur þá staði/bæi sem munu bjóða heim og landakort verður gert ítarlegra. Til stendur að 15. apríl verði komið á hreint hverjir ætla að taka þátt sem gestgjafar í ár. Byrjað verður að auglýsa í Hvatarblaðinu í byrjun febrúar og næstu mánuði þar á eftir þangað til viðburðurinn verður.

 
Sveitamarkaður 2016.
Unnið verður að því að koma á sveitamarkaði á Borg í sumar. Staðfest hefur verið að Hjálparsveitin Tintron ætlar að lána söluskúrinn sinn og hefur gefið vilyrði fyrir því að hann verði staðsettur á lóð hjá Íþróttamiðstöðinni Borg í sumar með fyrirvara um að hann fái stöðuleyfi.

Atvinnumálanefnd óskar eftir því að sveitarstjórn afli þeirra leyfa og trygginga sem þarf til að sveitamarkaðurinn geti orðið að veruleika.

Auglýsing verður sett í Hvatarblaðið í febrúar til að athuga með þátttöku þeirra sveitunga sem vilja nýta sér þessa aðstöðu til að selja það sem þeir eru að framleiða hér í sveitinni. Hugmyndin er að markaðurinn verði opnaður um Hvítasunnuhelgi og verði opin allavega allar helgar í sumar og fram yfir verslunarmannahelgi. Síðasti dagur til að skrá sig til þátttöku í þessu tilraunaverkefni verður 1. apríl en söluaðilar verða að vera fjórir að lágmarki. Hugmyndafræðin er að gefa sveitungum sem hafa lögheimili hér í sveitinni og eru að framleiða vörur, vettvang til að vera sýnilegri með því að bjóða þeim þessa aðstöðu í sumar á Borg.

 
Bæklingur.
Hafin er vinna við að búa til bækling um sveitarfélagið. Í honum verður kynning á sveitarfélaginu og þeirri þjónustu sem það býður upp á auk annars fróðleiks. Bæklingurinn á að þjóna sveitungum, sumarhúsafólki auk gesta sem leið eiga um sveitina.

 

  
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?