Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
30. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á kaffistofu sveitarfélagsins, mánudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.
Borg í sveit.
Farið var yfir stöðu mála í þeim verkefnum sem liggja fyrir í undirbúningum, m.a var farið yfir hvar ætti að auglýsa og hvenær. Ákveðið hefur verið að panta blöðrur með merkingunni Borg í sveit til að auðvelda þeim aðilum sem ætla að bjóða heim um daginn að merkja sig út við veg.
Sveitamarkaður 2016.
Ákveðið hefur verið að fylgja auglýsingunni í Hvatarblaðinu eftir með tölvupóstum til þeirra aðila í sveitinni sem eru líklegir til að nýta sér aðstöðuna á Borg. Farið var yfir listann og bætt við aðilum sem við vitum um í sveitinni sem eru að framleiða/búa til vörur í handverki og hefðu kannski áhuga að taka þátt í markaðnum.
Önnur mál;
Umræða var tekin með kynningarbæklingin sem við höfum hug á að búa til í þríbroti.
Farið var í hugmyndavinnu og reynt að sjá fyrir sér hverjir myndu nýta sér hann.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:15.