Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

32. fundur 18. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:45 Kaffistofa sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

32. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á kaffistofu sveitarfélagsins, mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

  

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Sveitamarkaður.
Ekki er næg þáttaka til að það sé forsenda að vera með sveitamarkað á Borg í sumar. Tölvupóstar verða sendir út á næstu dögum til þeirra sem voru búnir að lýsa áhuga að taka þátt.

 
Borg í sveit.
Tekið var saman hverjir hafa bæst við hópinn frá því síðasti fundur var haldin.  Búið er að stofna á fésbókinni viðburðinn „Borg í sveit“. Markmiðið með síðunni er að vekja athygli á viðburðinum í tíma og gefa þeim sem ætla að vera með okkur tækifæri til að auglýsa sig.

Komnar eru nokkrar hugmyndir með skemmtikrafta sem okkur langar að vera með um kvöldið á Borg. Farið verður í það á næstu dögum að  athuga með verð og hvort menn séu lausir. Verkefnalistinn  með tímaplaninu var endurskoðaður og m.a tekið tillit til breyttrar þjónustu hjá Landpóstinum með útsendingu á gögnum. Staðfest er að starfsmaður frá sveitarfélaginu mun vera okkur innan handa á viðburðinum Borg í sveit líkt og var í fyrra.

 
Önnur mál.
Sveitarfélagið hefur gefið leyfi fyrir því að ljósmyndasýningin hangi áfram uppi í Íþróttamiðstöðinni á Borg.

Kynningarbæklingur er settur í bið fram á haustið.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:45.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?