Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

33. fundur 04. maí 2016 kl. 20:30 - 23:00 Bíldsbrún
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

33. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á Bíldsbrún, miðvikudagskvöldið 4. maí 2016 kl. 20:30.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Borg í sveit.
Nefndin hittist og fór yfir það sem er klárt fyrir Borg í sveit. Ákveðið hefur verið að panta blöðrur til að fyrirtæki og einstaklingar sem taka þátt í deginum með okkur geti merkt sig. Farið var yfir staðfesta viðburði sem eru komnir í pésann. Pésinn inniheldur dagskránna fyrir daginn auk kort af sveitarfélaginu, sveitunga og fyrirtæki sem ætla að bjóða heim og síðan þá sem verða staðsettir í Félagsheimilinu Borg. Ákveðið var að setja inn vegalengdir á milli helstu þéttbýla og jaðarsvæða á kortið hjá sveitarfélaginu til að gestir viðburðarins geti áttað sig betur á vegalengdum. Pésinn verður síðan sendur á öll heimili í okkar sveitarfélagi auk nágrannasveitarfélaga í vikunni fyrir aðal daginn. Í vinnslu er plakat til að hengja upp á helstu opinbera staði í okkar sveitarfélagi og nágrannasveitarfélögum. Starfsmaður frá sveitarfélaginu mun keyra þau út fyrir Hvítasunnuhelgi. Ákveðið hefur verið að auglýsa viðburðinn í Útvarp Suðurland og Dagskránni.

Búið er að stofna viðburð á Facebook sem ber heitið Borg í sveit.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?