Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

34. fundur 18. maí 2016 kl. 10:30 - 12:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður sveitarfélagsins
12:30

Fundargerð.

 

34. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 10:30.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Steinar Sigurjónsson, starfsmaður sveitarfélagsins

  

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 
Borg í sveit.
Lögð var lokahönd á undirbúningin fyrir viðburðin Borg í sveit. Farið var yfir það sem búið var að gera og hvað framundan væri og tekið saman hvað þyrfti að hafa í huga á sjálfum deginum.

Steinar Sigurjónsson starfsmaður sveitarfélagins sat fundinn með okkur þar sem hann verður okkur innan handar þegar viðburðurinn verður haldinn. Í ár eru þrjú bóndabýli sem munu bjóða heim og sautján fyrirtæki og staðir sem hægt verður að heimsækja fyrir utan þá átta aðila sem verða staðsettir á og við Félagsheimilið Borg og fimmtán aðilar sem verða staðsettir í sjálfu húsinu. Húsið verður opið frá kl. 11 – 16.

Það sem er nýmæli ár er uppákoma sem verður við sundlaugina á Borg en Ingó Veðurguð mun stýra fjöldasöng í sundlauginni en áður en það hefst ætlar Umhverfisnefnd sveitarfélagsins veita umhverfisverðlaun. Í Félagsheimilinu um kvöldið verður viðburðurinn Af fingrum fram með Jóni Ólafssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur þar sem þau flétta saman tónlist og spjalli, miðaverð kr. 4.200.-

 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:30

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?