Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
39. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, miðvikudaginn 23. nóvember 2016 kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.
1. Dagatal.
Farið var yfir uppsetningu á þjónustudagatalinu og lögð var lokahönd á liðinn Vissir Þú. Í honum eru fróðleiksmolar sem tengjast sveitarfélaginu. Til stendur að koma dagatalinu í prentun fyrir mánaðarmót þar sem prentunarkostnaður hækkar eftir mánaðamótin. Litróf prentar dagatalið og áskilur það sér 10 virka daga að búa það til. Nýbreytni er á þjónustu hjá póstinum með aldreifingu í sveitarfélaginu og þarf að panta með fyrirvara dreifingu á dagatalinu til það fari í öll hús og fyrirtæki í sveitarfélaginu á svipuðum tíma. Búið er að panta í dreifingu mánudaginn og þriðjudaginn 19. – 20. desember.
Næstu verkefni.
Til stendur að taka saman upplýsingar um opnunartíma hjá öllum fyrirtækjum og aðilum sem eru að selja vörur og þjónustu í sveitarfélaginu yfir sumartímann og hafa það aðgengilegt á einum stað og jafnvel prenta út bækling sem væri hægt að nálgast á helstu opinberum stöðum í sveitarfélaginu í sumar. Einnig eru hugleiðingar um að athuga með áhuga hjá sveitungum að fá fyrirlesara til að koma og kynna sprotafyrirtæki. Hvað er það sem menn þurfa að hafa í huga og hvar er hægt að nálgast styrki og fjármagn til að koma hlutunum í framkvæmd.
Önnur mál.
Beðið er eftir ákvörðun sveitarstjórnar hvernig standa eigi að viðburðinum Borg í sveit að ári.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45