Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

41. fundur 02. október 2017 kl. 20:00 - 21:30 Bíldsbrún
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

41. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á Bíldsbrún, mánudaginn 2. október  2017 kl. 20:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 
1.       Þjónustudagatal 2018.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. september 2017 samþykkti sveitarstjórn samhljóða að þjónustudagatal 2018 væri gefið út. Undirbúningur er hafin og mun Rúnar Gunnarsson sjá um uppsetningu á því eins og síðustu ár. Við höfum hug á því að nota sömu uppsetninguna sem var á dagatalinu 2017. Kostnaður verður fjármagnaður með seldum auglýsingum sem eru settar í dagatalið. Fyrirkomulag með afslætti verður sama eins og fyrri ár eða eftir fjölda auglýsinga. Ef keyptar eru þrjár auglýsingar þá er veittur 15 % afsláttur, sex auglýsingar 25 % afsláttur og tólf auglýsingar 50 % afsláttur. Það er óveruleg hækkun á föstum kostnaði frá fyrra ári og því hefur verið ákveðið að halda sama verðlagi í auglýsingum. Til stendur að dagatalið verði tilbúið í prentun í byrjun desember og í almenna dreifingu seinnipartinn í sama mánuði. Fjöldi dagatala verður 2.000 eintök sem dreift verður til íbúa og sumarhúsaeigenda. Kostnaðurinn við að prenta dagatal með gormum fyrir 2.000 stk. er kr. 337.000.- án vsk. Tilboðið kemur frá Litróf sem hefur prentað dagatölin undanfarin ár. Þema dagatals er enn í vinnslu. Auglýst verður í Hvatarblaðinu og sendir tölvupóstar á fyrirtæki og einstaklinga sem eru að selja þjónustu og vörur í sveitarfélaginu.

 
2.      Borg í sveit 2018.
Viðburðurinn Borg í sveit var fyrst haldinn í maí árið 2015 og sá atvinnumálanefnd um að halda utanum þann viðburð eins og fyrir árið 2016 en árið 2017 tók sveitarfélagið það að sér þar sem viðburðurinn hafði stækkað það mikið á milli áranna 2015-2016. Óskar atvinnumálanefnd eftir að sama fyrirkomulag verðir haft fyrir árið 2018 og að sveitarfélagið sjái um viðburðinn en vitað er að það tekur um 3-5 ár að koma viðburði á kortið.

 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:30

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?