Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

43. fundur 08. janúar 2018 kl. 19:30 - 22:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

43. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á Borg, mánudaginn 8. janúar 2018 kl. 19:30.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 


 
1.       Þjónustudagatal 2018.
Farið var í að pakka í plast þjónustudagtölunum sem eiga að fara í dreifingu á öll lögheimili sveitarinnar. Síðan verður hægt að nálgast dagatalið í Íþróttamiðstöðinni á Borg og Versluninni Borg. Prentuð voru 2000 stk.

 
2.      Atvinnumálaþing.
Sendur var tölvupóstur á atvinnumálanefndir í Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp og athugað með hljómgrunn hvort áhugi væri fyrir að standa saman að halda atvinnumálaþing í mars á þessu ári. Ekki voru allar nefndir búnar að svara en til stendur að finna dag á næstu dögum þar sem nefndirnar geta hist og rætt málið.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?