Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
46. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var símafundur, fimmtudaginn 3. maí 2018 kl 20:00.
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir
1. Atvinnumálaþing Uppsveitanna.
Atvinnumálaþing Uppsveitanna var haldið 21. mars síðastliðinn og mættu um 70 manns á þingið.
Það þótti takast vel og var fólk almennt ánægt með framtakið hjá atvinnumálanefndum uppsveitanna.
Mikið var rætt um að halda þyrfti aftur svipað þing innan fárra ára og lýsti SASS yfir miklum vilja við að taka þátt í slíku framtaki.
Vill fráfarandi atvinnumálanefnd því beina því til næstu nefndar að skoða ásamt öðrum atvinnumálanefndum uppsveitanna að halda annað þing.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:30