Atvinnu- og menningarnefnd
Fundargerð.
48. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, mánudaginn 7. janúar 2019 kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Guðmundur Finnbogason, formaður
Þóranna Lilja Snorradóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Þóranna Lilja Snorradóttir
1. Fara yfir þjónustudagatal 2019.
Elín Esther Magnúsdóttir ætlar að sjá um umbrot og prentun. Viðraðar hugmyndir um að minnka dagatalið um helming. Fækka eintökum um 500 frá í fyrra.
Gert ráð fyrir því að dagatölin fari í póst um miðjan mánuðinn.
2. Borg í sveit.
Atvinnumálanefnd ætlar að sjá um Borg í sveit þetta árið og halda hann fyrsta laugardag í júní. Leggja áherslu á sveitina og hvað hægt er að sjá og upplifa. Auglýsa þetta vel og vandlega. Fá tölur um gestakomur frá í fyrra og passa að fá svo tölur um gestakomur í ár.
3. Ferðamálakynning þann 29. október 2018.
Aðeins farið yfir þessa kynningu.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:41