Atvinnu- og menningarnefnd
1. Samfélagsstefna.
Rætt um möguleika sveitarfélagsins til að vaxa og dafna á sem bestan hátt. Unnið í samfélagsstefnunni í sameiginlegu skjali.(sjá skjal)
2. Borg í sveit.
Fór vel fram og undirbúningur nefndarmanna skilaði sér. Minni dagskrá var á Borg en engu að síður kökubasar, kynning kvenfélagsins á bókinni sinn, frítt í sund, hundasýning og gróðursetning plantna í Yndisskógi sveitarfélagsins. Þessir viðburðir voru vel sóttir. Góð aðsókn var einnig á alla viðburði hjá þeim fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem buðu fólki í heimsókn. Einnig var sýningin sem Hundur í óskilum var með í félagsheimilinu vel sótt. (um og yfir 130 manns) Dagurinn tókst því vel og allir sáttir. Tónleikarnir stóðu undir sér og rúmlega það. Nefndin vill þakka öllum sem tóku þátt í þessum degi og mættu á viðburði.
3. Uppgjör á dagatali.
Er í vinnslu og verður skilað í október. Atvinnumálanefnd leggur til að þjónustudagatal sveitarfélagsins fyrir 2020 verði gefið út með sama hætti og undanfarin ár og óskar eftir leyfi til þess.
4. Verkefni um vefskráningu á atvinnufyrirtækjum.
Verkefni um vefskráningu verður unnið í tengslum við dagatal enda um sömu aðila að ræða.
5. Atvinnumálastefna uppsveitanna.
Atvinnumálanefnd er jákvæð gagnvart atvinnumálastefnu uppsveitanna og æskilegt að hún sé í samræmi við áherslur í samfélagsstefnu sveitarfélagsins þegar hún kemur út.