Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

52. fundur 24. apríl 2020 kl. 20:00 - 20:42 Fjarfundarbúnaður
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Þóranna Lilja Snorradóttir
Þóranna Lilja Snorradóttir

1.      Borg í sveit.

       Oddviti hafði samband við formann atvinnumálanefndar til að athuga með Borg í sveit.

       Nefndinn leggur til, í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu (covid19), að aflýsa Borg í sveit þetta árið.

 2.      Viðburðadagatal

Viðburðadagatal sem gera átti um viðburði sumarsins verður ekki gert þar sem takmörkun á samkomum í sumar verða áfram vegna covid19.

 Atvinnumálanefnd leggur til að skoðað verði að vera með viðburði í haust, þ.e.a.s. eftir að réttum lýkur og myrkrið leggst yfir. Ýmsar hugmyndir viðraðar á fundinum hvað þetta varðaði   og kom í ljós að margt er hægt að gera. Þetta verður skoðað betur þegar nær dregur.

 3.      Önnur mál.

  • Atvinnumálanefnd vill meina að virkja þurfi sumarbústaðaeigendur í sveitarfélaginu til þátttöku í viðburðum. Hugmyndir um hvernig væri hægt að ná til þeirra voru viðraðar eins og t.d. setja upplýsingaskilti á gámasvæðin eða límmiða á gámana með upplýsingum um heimasíðu sveitarfélagsins og facebook síðu.
  •  Rætt var um sumarið framundan og komu upp hugmyndir um ferðalag um Grímsnes- og Grafningshrepp.  Þar kæmi sterkt inn að nota forritið locatify.com sem gæti sagt frá stöðum þegar keyrt er framhjá. Við þetta mætti svo bæta ár frá ári.
Getum við bætt efni þessarar síðu?