Atvinnu- og menningarnefnd
1. Erindisbréf Frestað
2. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
Anna og Anna María fóru á fund 29. september með fulltrúum úr uppsveitunum (Bláskógabyggð: Steindóra Þorleifsdóttir formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, Sölvi Arnarson; Hrunamannahreppur: Herbert Hauksson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Nina Faryna; Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Árni Már Einarsson, formaður atvinnumálanefndar;
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson) auk Þórði Frey Sigurðssyni, sviðsstjóra Þróunarsviði SASS, Brynju Hjálmtýsdóttur frá Háskólafélagi Suðurlands og Ásborgu Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu atvinnumálastefnu. Stefnt að því að gera frekar opna atvinnumálastefnu sem gæti hentað öllum þessum sveitarfélögum. Næsta skref er Atvinnumálaþing 6. október.
3. Atvinnumálaþing, 6. október 2022 Verður haldið að Flúðum klukkan 16. Fyrirlestrar, hópavinna og hópefli frá Rata. Í umræðum verður unnið með spurninguna um hvernig atvinnumálin verða í uppsveitunum 2040. Niðurstöður fundarins verða notaðar til að útbúa könnun til íbúa á svæðinu.
4. Undirbúningur - 17. júní, 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps, aðrir viðburðir
• Dagskrá 17 júní hefur verið
• Skrúðganga
• Hátíðarræða
• Fjallkona
• Leikfélög/Skemmtiatriði
• Hoppukastali
• Pulsugrill/Bulsur
• Síðast voru BMX bros
• Tillaga að halda afmælið og 17. júní saman og gera þá veglegri dagskrá.
Hugmyndir sem ræddar voru til viðbótar við hefðbundna dagskrá:
• Ljósmynda og sögusýningu
a. Athuga samstarf við Byggðasafn Árnesþings.
b. Athuga samstarf við Kerhólsskóla
• Afmæliskaka
• Tónleikar – Ball
• Tónleikar yfir daginn, Regína Ósk
• Poppvél
• Andlitsmálning
Skoða þarf betri gæslu við hoppukastalana. Öryggi þarf að vera í fyrirrúmi. Ákveðið að athuga með samstaf við Tintron um öryggismál. Óskað verður eftir tilboðum frá Hopp og Skopp og Skátalandi í hoppukastala og Poppvél.
5. Næstu fundir Atvinnu- og Menningarnefndar
Næstu fundir verða haldnir 6. nóvember og 5. desember klukkan 17:00
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30