Atvinnu- og menningarnefnd
1. Erindisbréf Frestað
2. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna - staðan og næstu skref
Gögn hafa borist vegna vinnu við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna.
Eftir Atvinnumálaþingið er verið að vinna íbúakönnun fyrir uppsveitir Árnessýslu. Könnunin verður unnin áfram á næsta fundi starfshóps þann 10. nóvember.
3. Fjárhagsáætlanagerð
Engar athugasemdir hafa borist nefndinni frá sveitarstjórn vegna innsendrar áætlunar fyrir fjárhagsáætlun 2023.
4. Undirbúningur fyrir viðburði á árinu 2023
Stefnt er að því að hafa eftirtalda viðburði á árinu:
• Hátíðarhöld á 17. júní.
• 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps
• Borg í sveit
• Íbúafund v. vinnu við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
Fyrir 17. júní hafa borist tilboð í leigu á hoppuköstulum.
• Frá Hopp og Skopp: Fiðrilda hoppukastali og teygjubraut.
Leiga kostar 85.000 ef sótt. 145.000 ef þeir koma með og setja upp.
• Skátaland: Ævintýrakastali 37.500, Teygjubraut 45.000. Samtals 82.500
Formaður athugar með leikhóp fyrir 17. júní.
Nefndin skoðar möguleikann á því að hafa Borg í sveit og 25 ára afmælishátíð Grímsnes- og Grafningshrepps laugardaginn 3. júní 2023. Boðið verður upp á afmælisköku og markaðstorg sett upp á torginu. Möguleikar á að hafa ball um kvöldið verða athugaðir.
5. Önnur mál
Rætt um möguleika á Atvinnu með stuðningi hjá sveitarfélaginu. Pétri falið að skoða það mál frekar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:50.