Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

4. fundur 05. desember 2022 kl. 17:00 - 18:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen
  • Anna María Daníelsdóttir
Pétur Thomsen

1. Erindisbréf
Frestað
2. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
Vinnuhópur og verkefnastjórar halda áfram vinnu við íbúakönnun fyrir uppsveitirnar. Stefnt á að senda út könnun á næstunni. Auglýsa þarf könnunina vel til að fá góða svörun.
3. Loftslagsstefna
Drög að loftlagsstefnu voru lesin yfir og nokkrar athugasemdir merktar inn. Skjalið sent til formanns Loftlags- og umhverfisnefndar.
4. Undirbúningur fyrir viðburði næsta ár:
Unnið er áfram að skipulagi á fyrirhuguðum viðburðum með fyrirvara um niðurstöður úr fjárhagsáætlunargerð og samþykki frá sveitastjórn um skipulag.
• Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023
• 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps
• Borg í sveit
o Búið að taka frá laugardaginn 3. júní fyrir Borg í sveit og 25 ára afmæli sveitarfélagsins.
• Íbúafundur með íbúum sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps v. vinnu við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
5. Fundartími næstu funda
Næstu fundir ákveðnir 16. janúar, 20. febrúar og 20. mars klukkan 17:00.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:25

Getum við bætt efni síðunnar?