Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

7. fundur 20. mars 2023 kl. 17:00 - 18:40 Vigdísarhúsi að Sólheimum
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Valgeir F. Backman fulltrúi Sólheima undir 1. lið
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Undirbúningur fyrir Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023
Hátíðarhöldin verða að Sólheimum í ár. Fulltrúi Sólheima, Valgeir F. Backman mætti á fundinn. Farið var yfir helstu atriði varðandi dagskrána.
Drög að dagskrá 17. Júní
• 13:00 Skrúðganga Gengið frá Tjörninni, fram hjá Sólheimahúsi og inn í íþróttaleikhús.
o Safnast saman við tjörnina.
o Hægt að leggja hjá Sesseljuhúsi og Vigdísarhúsi
o Fá bílastæðavísa (jafnvel frá Sólheimum)
o Athuga með trommur, hristur og kúabjöllur (Valgeir)
o Jafnvel tónlist úr soundboxi (ath hjá skólanum, Pétur)
o Sveitafélagið skaffar veifur og fána.
• 13:30 Hátíðardagskrá í Íþróttaleikhúsinu.
o Kynning frá formanni nefndarinnar (5-10 mín.)
o Hátíðarræðumaður (10 mín.)
o Fjallkona (10 mín.)
o Hvatningarverðlaun (10 mín.)
o Skemmtiatriði Leikfélagi Sólheima (10 mín.)
• Skemmtidagskrá á Péturstorgi
o Tónleikar
o Blaðrarar
o Valgeir athugar með útileikföng sem eru til á Sólheimum.
o Andlitsmálning.
o Grillaðar pylsur til sölu til styrktar góðu málefni.
Í ár verður það Skátafélag Sólheima sem sér um og selur pylsur.
o Kaffihúsið Græna Kannan opin
o Sögusafn Sólheima opið ? (Valgeir)
o ATH með að kaupa úti leikföng til að eiga fyrir 17. júní.
o Endað á DJ?
Útbúið verður kort af Sólheimum með merkingum fyrir bílastæði og hvaðan verður gengið. Kortið verður birt í Hvatarblaðinu. Auglýst verður tímanlega að hátíðarhöldin fari fram á Sólheimum þetta árið.
2. Atvinnumálastefna Uppsveita Árnessýslu
Drög að atvinnumálastefnu eru kominn. Næsti fundur í starfshópnum verður 18. apríl. Fyrir þann fund verða komnar athugasemdir frá sveitastjórnum og nefndum.
Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps sendi inn niðurstöður úr umræðum um atvinnustefnu og tækifæri í uppsveitunum.
Niðurstöður Ungmennaráðs :
Kostir og gallar við að búa í uppsveitunum: erfitt að komast á milli staða, lélegar almenningssamgöngur, góður skóli, umhverfið er ekki yfirþyrmandi (jákvætt), gott samfélag, langt á milli staða og langt í þjónustu, náið samfélag þar sem allir þekkjast,
SVOT:
Styrkleikar: Sumt er hægt að gera hér en ekki annars staðar, vel greidd fyrir vinna unglinga sum staðar, frekar hægt að fá vinnu fyrir unglinga.
Veikleikar: lítil fjölbreytni í störfum miðað við aðra staði, lítil tækifæri fyrir unglinga
Áskoranir: að komast á vinnustað ef langt að fara,
Tækifæri: aðra rennibraut sundlaugina til að trekkja fleiri að, svo var rætt um skort á skemmtilegri afþreyingu þannig að þar gæti mögulega verið tækifæri
Fyrir næsta fund verður nefndin búin að skoða drög að Atvinnumálastefnu Uppsveitanna og gera athugasemdir sem ræddar verða á þeim fundi.
3. 25. ára afmæli sveitarfélagsins.
Enn er í skoðun að hafa ball í félagsheimilinu. Ania ætlar að tala við sveitastjóra varðandi þetta mál.
Athuga ætti með markaðsmál sveitafélagsins. Jafnvel gera átak í auglýsingum á þjónustu og afþreyingaraðilum í sveitarfélaginu og tengja það gerð nýs dagatals.
Í sumar verður haldin ljósmyndasamkeppni um sveitarfélagið. Myndirnar verða svo birtar í dagatali GogG sem verður endurvakið og gefið út í janúar 2024. Eins og áður þá verða þar upplýsingar um alla þjónustuaðila í sveitarfélaginu. Vorið 2024 verður Borg í sveit endurvakið.

Næsti fundur verður haldinn 11. apríl að Brún við Írafoss.
Fundi slitið klukkan 18:40

Getum við bætt efni síðunnar?