Atvinnu- og menningarnefnd
1. 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps. Umræður við heilsu- og tómstundafulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og fulltrúa Hjálparsveitarinnar Tintron.
Laugardags kvöldið 3. Júní verður afmælisskemmtun í félagsheimilinu í samstarfi við Tintron. Athugað verður hvort Sveitarfélagið sjái um að borga tónlistaratriðið. Selt verður inn á sanngjörnu verði. Tintron fær aðgangseirinn og sér um barsöluna.
Kvöldið byrjar á pubquiz um sveitarfélagið. DJ/tónlistaratriði sér um skemmtun fram eftir kvöldi. Staðfest að Pizzavagninn mætir á svæðið.
Fjölskyldu afmælisdagur verður haldinn sunnudaginn 4. Júní.
Drög að dagskrá dagsins:
Frítt í sund allan daginn.
13:00 Fjölskylduratleikur
Athugað verður með samstarf við Félagasamtök hreppsins um að vera með pósta
• Hestamannafélagið Jökull (AM)
• Hjálparsveitin Tintron (AM)
• Íþróttafélagið Gnýr (PT)
• Skátafélag Sólheima (PT)
• Kvennfélag Grímsneshrepps (A)
• Lionsklúbburinn Skajldbreiður (AM)
• Skógræktarfélag Grímsneshrepps (A)
• Ungmennafélagið Hvöt (GÁSA)
Nefndin skiptir með sér að tala við félögin.
Póstarnir verða blanda af verkefnum og spurningum.
Fjölskyldurnar með blað þar sem merkt er við póstana sem fólk tekur þátt í.
Blaðinu skilað inn og dregið út 3 vinningshafar. Vinningarnir verða keyptir af fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Guðrún Ása ætlar að koma með tillögur að ratleik.
15:00 Afmæliskaka í félagsheimilinu
- Ræða frá Oddvita/Sveitastjóra
- Þátttöku happdrætti (ath með vinninga)
- Kórinn Tvennir Tímar tekur lagið, á eftir að staðfesta
16:00 Sundlaugarpartí með DJ
2. Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023.
Ákveðið að taka á leigu hoppukastala hjá Skátalandi. Ævintýrakastalinn kostar 37.500, sóttur á föstudaginn og skilað á mánudaginn.
Athuga þarf hvort starfsmenn sveitarfélagsins geti sótt hoppukastalann.
Ákveðið að kaupa eftirfarandi útileikföng hjá Kids Coolshop:
Tvö sett af Walking Ski´s, Stanlord - Bean Bag- Family Edition og Spring Summer - Wooden Toss Game. Anna María verður í sambandi við Guðnýju varðandi kaupin.
Sveitarfélagið mun styrkja Sólheima til að Sögusafn Sólheima geti verið opið og gjaldfrjálst á 17. Júní. Ákveðið að hætta við að hafa DJ í lok dagskrár á Péturstorgi. Beðið er eftir staðfestingu frá vinnuskólanum varðandi undirbúningsvinnu á Sólheimum.
Athuga hjá unglingavinnunni með að fá krakka í stæðavísun og andlitsmálningu.
Anna María athugar með að gera auglýsingu fyrir 17. Júní.
3. Atvinnustefna Uppsveitanna
Stefnan er næstum tilbúin og verður kynnt sveitarstjórnum fyrir sumarfrí.
Ráðinn verðu byggðaþróunarfulltrúi. Formlegri vinnu starfshópsins er lokið.
Næsti fundur verður haldinn 31. maí klukkan 18:15
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:50