Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

15. fundur 29. október 2023 kl. 14:00 - 16:00 Græna Kannan Sólheimum
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Þjónustudagatal 2024
Rætt var um verkefnin sem liggja fyrir varðandi útgáfu á þjónustudagatali sveitarfélagsins. Formaður ætlar að óska eftir skrá yfir þjónustuaðila á exelformi. Tilboð frá Elínu hjá Layout hljóðar upp á 60.000 kr. + vsk fyrir grunnvinnuna. Hugsanlega þar að greiða fyrir einhverja auka tíma. Óskað hefur verið eftir tilboðum í prentun hjá : Prentmet Odda, Prentverk Selfossi, Litróf og Guðjón Ó.
Stefnt er á að koma dagatalinu í dreifingu fyrir áramót, helst milli jóla og nýárs. Nefndin ætlar að athuga með hvaða hætti dagatalinu verður dreift í hús í sveitarfélaginu. Hugsanlega verður það gert að fjáröflun fyrir félagasamtök.
2. Fjárhagsáætlun 2024
Unnið var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og farið yfir kostnað ársins 2023. Fjárhagsáætlunin var unnin inn í skjal frá Framkvæmda og veitunefnd.
3. Næsti fundur
Ákveðið að færa næsta fund til 16. nóvember vegna vinnu við dagatalið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?