Atvinnu- og menningarnefnd
1. Vinna og greiðslur vegna 17. júní
Guðný Helgadóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir voru gestir undir þessum lið.
Rætt var um aðkomu starfsmanna hreppsins að hátíðarhöldunum á 17. júní og greiðslur til nefndarmanna vegna vinnu við hátíðarhöldin. Greitt er fyrir 4 fundi fyrir vinnuna við 17. júní.
Fram kom að ef að aftur eru tvær stórar hátíðir með stuttu millibili eins og afmælið og 17. Júní þá væri gott að stofna starfshóp til að sjá um afmælið.
Nefndin mun taka saman viðmiðunarreglur fyrir vinnu við stóra viðburði eins og 17. Júní og senda á sveitastjóra.
Rætt um að næsti 17. júní verði haldinn að Borg. Einnig hvort að það eigi að vera hoppukastali. Fara þarf vel í öll öryggismál ef svo verður.
Hugmyndir um að gera mikið úr Grímsævintýrum/Borg í sveit, gera hverfahátíð með litagötum, götugrilli, söngur og skemmtun í verðandi bálskýli í yndisskóginum.
2. Þjónustudagatal 2024
Rætt um þau tilboð sem komin eru vegna prentunar á dagatalinu. Hagstæðast frá Litróf, 198.900 + vsk. Fyrir 2000 eintök, 32 síður, A5, lit, heftað og gat í miðjunni.
Reiknað er með allt að 70 litlum auglýsingareitum
Ákveðið að hafa verðið á auglýsingum eftirfarandi:
7.500 fyrir lítinn reit
10% fyrir 3 auglýsingar 25% fyrir 6 auglýsingar 40% fyrir 12 auglýsingar
Sami afsláttur gildir um stærð og fjölda auglýsinga, t.d. ef þú kaupir auglýsingu sem er eins og 3 litlir dálkar að stærð færðu 10% afslátt eða 3x7500 mínus 10% og svo framvegis.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 20:10