Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

17. fundur 02. febrúar 2024 kl. 18:45 - 20:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færði í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

Dagskrá:
1. Viðburðir 2024
Rætt var um þá viðburði sem stefnt er á að halda á árinu. Ásamt 17 júní og Borg í sveit þá er stefnt að því að halda 2 til 4 minni viðburði.
• 17. júní
Skoðað var það sem betur mætti fara í sambandi við 17. júní. Hátíðarhöldin tókust vel á síðasta ári en eitt og annað má bæta.
Ákveðið var að stytta hátíðardagskránna innandyra með því að hafa ekki leikatriðið sem hluta af þeirri dagskrá.
Eftirfarandi atriði eru í undirbúningi fyrir 17. júní.
o Skemmtiatriði
o Hoppukastala fyrir yngri krakka
o Andlitsmálning, til síðan í fyrra
o 17. Júní hlaup GOGG, allir fá medalíu sem taka þátt.
o ATH með að fá Hvöt til að sjá um grillið.
 Hugsanlega þarf að hækka verðið aðeins til að meira komi í kassann.
o Muna þarf eftir stefi fyrir inngöngu Fjallkonunnar.
• Borg í sveit / Grímsævintýri
• Stefnt að því að halda 2-4 minni viðburði á árinu.
o ATH með Perlað af krafti viðburð hér. Anna María athugar með það.
o Mars – Vasaljósaganga/ratleikur í samstarfi við Gásu
 Til dæmis að Snæfoksstöðum, Flóðahringnum Sólheimum, Þrastaskógur.
o Júní – Föstudags partí í sundlauginni
 ATH jafnvel að hafa það utan þess tíma þegar opið er á föstudögum, td. daginn eftir sumardaginn fyrsta.
 Bjóða upp á eitthvað og tónlist
o Sept/Okt – Fjölmenningarviðburður – Pálínuboð með þjóðlegum réttum og fleira.
o Desember – Bókaviðburður, Auglýsa eftir þátttakendum, tala við þá rithöfunda sem við þekkjum í sveitarfélaginu.
o Kokteilakeppni, Finna Goggteil ársins.
2. Erindisbréf
Frestað til næsta fundar
3. Viðmiðunarreglur fyrir vinnu við stóra viðburði
Frestað til næsta fundar
4. Sundlaugamenning á skrá UNESCO - beiðni frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu um stuðningsyfirlýsingu (sjá nánar hér Sundlaugamenning á skrá UNESCO).
Nefndin lýsir yfir stuðningi sínum við það að sveitarfélagið sendi inn stuðningsyfirlýsingu vegna umsóknar um skráningu sundlaugarmenningar Íslendinga á skrá UNESCO.
5. Önnur mál
Formaður er að vinna að móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Uppsveitunum ásamt fulltrúum frá hinum sveitarfélögunum í uppsveitunum og byggðarþróunarfulltrúa.

Næsti fundur verður haldinn 7. mars klukkan 18:45

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 20:30

Getum við bætt efni síðunnar?