Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

18. fundur 07. mars 2024 kl. 18:45 - 20:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Jakob Guðnason fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jakob Guðnason

Dagskrá:
1. 17. júní
• Hátíðin verður á nýja torginu fyrir utan stjórnsýsluhúsið, rætt að reyna að hafa alla dagskrá úti ef veður leyfir. Athuga með stóla, borð og bekki hvort að eitthvað sé til.
• Hvatarínur (blakhópur Umf Hvöt) munu sjá um að grilla pylsur á 17. júní, jafnvel að hvetja þær að selja vöfflur og blöðrudýr og fleira.
• Þarf að finna skemmtiatriði, rætt um að höfða frekar til yngri kynslóðarinnar.
o Sigga Ósk
o Væb – AMD athugar með þá.
o Athuga Giggó og umboðsskrifstofur.
o Bolli og Bjalla
o Auglýsa eftir skemmtiatriðum.
• Þarf að skoða með hljóðkerfi úti. Athuga hvort hægt sé að leigja frá Sólheimum, Skátalandi, EB hljóð.
• Þarf að bóka hoppukastala með mjög góðum tíma og athuga með festingar við jörðu. - AMD bókar hoppukastala.
• Fá sömu aðila í fyrra í andlitsmálun og gæslu við hoppukastala.
• Fá aðila í ræðumann fyrir hátíðarræðu og fjallkonu. AKW athugar.
• Þarf að athuga með aðkomu starfsfólk GOGG og vinnuskóla á 17. júní. - AKW talar við sveitarstjóra.
Í bréfi frá Forsætisráðuneyti vegna 80 ára lýðveldisafmæli er lagt til að hafa afmælisköku á 17. júní. - AKW talar við sveitarstjóra þar sem þetta er ekki í
fjárhagsáætlun.
2. Borg í Sveit/Grímsævintýri
AKW ræddi við Rögnu, formann kvenfélagsins um sameiningu Grímsævintýra og Borg í sveit í einn viðburð. Það var samþykkt af kvenfélaginu. Athuga með nýjar
dagsetningar, byrjun sumars eða lok sumars. Tekin verður ákvörðun um það fljótlega. Skoða hvort að hægt sé að nota markaðinn í frekari markaðssetningu fyrirtækja í
sveitarfélaginu. Fá Línu Björg, byggðarþróunarfulltrúa með í verkefnið.
Hugmyndir:
• Opinn dagur hjá bændum 10-12 sama dag og Grímsævintýri
• Fyrirtækjakynningar í hlöðum/ fjósum; bændur að selja afurðir sínar
• Bændur gætu sótt um styrk til sveitarfélagsins fyrir að hafa opið þennan dag, ekki búið að ákveða neina upphæð – væri hægt að skilgreina betur.
• Tónleikar um kvöldið í hlöðu/fjósi – sveitarfélagið gæti mögulega styrkt þennan viðburð líka til að byrja með (til að koma þessu af stað).
• Mögulega gæti Lína Björg sótt um styrki vegna þessa.
3. Aðrir viðburðir í sveitarfélaginu á árinu
• Búið að viðra hugmyndir að viðburðum á bókasafninu.
• Sundlaugarpartí mál ennþá í mótun.
• Setja auglýsingu á GOGG til að fá fólk til að halda viðburði sjálf.
Fjölmenningarkvöld, senda á Lýðheilsu og æskulýðsnefnd um hvort að þau hafi áhuga á samstarfi með skipulag á því.
4. Önnur mál
• Sundlaugarmenning – AKW athugar hjá sveitarstjóra hvort sveitarstjórn ætli að senda inn stuðningsyfirlýsingu vegna umsóknar um skráningu
sundlaugarmenningar Íslendinga á skrá UNESCO. Nefndin lýsti yfir stuðningi sínum við það á fundinum þann 1. febrúar sl.
• Móttökuáætlun flóttamanna AKW kynnir hvað er að gerast í þeim málum.
• Hvatning til sveitarstjórnar að flýta kerfisbreytingu í rafrænum undirskriftum á fundargerðir nefnda sveitarfélagsins og reyna eftir mesta megni að hætta að prenta út á pappír.
• Atvinna með stuðningi. Hér má gera betur í störfum sveitarfélagsins og gefa fötluðum einstaklingum tækifæri á því að starfa fyrir sveitarfélagið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?