Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

19. fundur 23. apríl 2024 kl. 17:00 - 18:55 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. 17. Júní 2024
I. AM er búin að tala við Væb um að skemmta. Mun ganga frá því endanlega. Þeir verða á sviðinu klukkan 14:00. Væb tekur 200.000 fyrir um 20 mínútur.
II. AM athugar með hoppukastala. Vegna framkvæmda þarf að athuga hvort við höfum tún fyrir hoppukastalann eða hvort einhver þeirra megi vera á plani.
III. PT athugar með þær sem voru verðir við hoppukastalann og sáu um andlitsmálningu. Einnig að minna þær á að senda reikning fyrir síðasta 17. júní.
IV. Verið er að skoða með hátíðarræðumann.
Hugsanlega einhver sem er áttræður, eða frá Grindavík. Aðili frá Sveitasetrinu Brú?
V. AKW er í sambandi við kvenfélagið varðandi fjallkonuna.
VI. AKW talar við Iðu varðandi aðkomu starfsmanna út af hátíðarhöldunum og hvort það eigi að bjóða upp á lýðveldisafmælisköku.
VII. Blaklið UMF Hvatar sér um að grilla pylsur og fær ágóðann af því.
VIII. AM athugar með að fá stórt tjald frá Tintron til að hafa kökuna og grillið í. Til vara ef veður verður óhagstætt.
IX. Skrúðgangan verður hefðbundin, gengið frá Olís og hringinn.
X. Muna eftir stefi fyrir fjallkonuna.
XI. Hækka þarf verðið á pylsunum, stungið upp á 300 krónum.
XII. AM athugar með poppvél hjá Rent a Party
XIII. AKW athugar með svið/sendibíl fyrir skemmtiatriðið.
Drög að dagskrá 17. Júní
13:00 Skrúðganga
Innidagskrá
Ræða formanns og kynning á dagskrá
Hátíðarræða
Verðlaunaafhending
Fjallkonan
Útidagskrá
VÆB
Hátíðarkaka
Pylsur og leiktæki
2. Borg í sveit / Grímsævintýri
Formaður fór á fund með fulltrúa kvenfélagsins varðandi samstarfið. Verið er að athuga nýja dagsetningu. Hugsanlega verður þetta fært seinna í ágúst eða byrjun september. Hugsanlega 31. ágúst.
3. Aðrir viðburðir á árinu
Athuga með að vera með sundlaugarpartý að hausti.
4. Önnur mál
I. Vinna er í gangi í uppsveitunum varðandi móttökuáætlun nýbúa.
Velferðarþjónusta Árnesþings hefur breytt síðunni sinni og bætt við þýðingum á erlend tungumál.
Ein af tillögunum er að vera með fjölmenningarráð í öllum sveitarfélögum. Einnig verður fræðsla fyrir starfsfólk sveitarfélag varðandi inngildingu.
II. Umræða um bókasöfn og hvernig við viljum þróa bókasafnið okkar í samhengi við það sem er að gerast víða samanber Finnland og Reykjavík. Ákveðið að fá Rögnu
starfsmann bókasafnsins á fund. Þyrfti að gera þarfagreiningu og athuga áhuga í sveitarfélaginu hvert fara ætti með safnið.

Næsti fundur verður haldinn 8. maí klukkan 17:00

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:55

Getum við bætt efni síðunnar?