Atvinnu- og menningarnefnd
1. 17. júní 2024
Formaður er búin að vera í sambandi við SASS og forsætisráðuneytið vegnabókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær og köku sem ríkið gefur á 17. júní.
Fáum 10 kassa með 20 bókum hver og köku fyrir 150 til 200 manns.
Væb afbókaði rétt fyrir fund. Höfðum samband við nokkra töframenn og Jón Víðis kemst um klukkan 15:30. Ákveðið að taka því og teygja aðeins á dagskránni.
Nefndin ætlar að hitta Steinar til að fara yfir undirbúning hátíðarhaldanna. Athuga þarf með festingar fyrir hoppukastalann þar sem hann verður á hörðu undirlagi.
A. Búið að leigja poppvél hjá Rent a Party.
B. Hoppukastali verður leigður hjá skátunum.
C. ATH með að fá sveitarstjórn til að skammta kökuna.
D. Búið að finna hátíðarræðukonu sem verður áttræð á árinu.
E. Blaklið UMF Hvatar sér um að grilla pylsur og fær ágóðann af því.
F. AM athugar með að fá stórt tjald frá Tintron til að hafa kökuna og grillið í.
Til vara ef veður verður óhagstætt.
G. Skrúðgangan verður hefðbundin, gengið frá Olís og hringinn.
H. Muna eftir stefi fyrir fjallkonuna.
I. Hækka þarf verðið á pylsunum, stungið upp á 300 krónum.
J. Guðný kaupir fánaveifur ca. 60 til 100 stk.
K. VÆB afbókaði sig á síðustu stundu. Buðu okkur góðan aflsátt af öðrum
tónleikum síðar í staðinn.
L. Jón Víðis töframaður kemur
Drög að dagskrá 17. Júní
13:00 Skrúðganga
Innidagskrá
Ræða formanns og kynning á dagskrá
Hátíðarræða
Verðlaunaafhending (ef gott veður, flutt út)
Fjallkonan
Útidagskrá um klukkan 14:30
Hátíðarkaka
Pylsur, popp, gos og sælgæti
Hoppukastali og leiktæki
Jón Víðis töframaður
2. Borg í sveit / Grímsævintýri
Ný dagsetning á Grímsævintýrum er 24. ágúst.
Nefndin hefur umsjón með markaðnum á Grímsævintýrum og formaður tekur yfir emailið grimsaevintyri@gmail.com. Athuga með að fá grimsaevintyri@gogg.is email.
3. Önnur mál
Íbúafundur verður haldinn 19. júní um fjölmenningu í Félagsheimilinu á Borg klukkan 18:00. Fundurinn er öllum opinn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:05