Atvinnu- og menningarnefnd
Dagskrá:
1. 17. Júní 2024
Nefndin fundaði með Steinari Sigurjónssyni til að fara yfir aðkomu vinnuskólans og áhaldahússins að vinnu við hátíðarhöldin á 17. júní. Starfsmenn áhaldahússins sjá um að sækja og skila hoppukastalanum og poppvélinni. Einnig útvega þeir borð og bekki til að hafa á torginu. Ungmenni úr vinnuskólanum koma til með að vinna við gæslu og undirbúning hátíðarhaldanna.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 09:00
Getum við bætt efni síðunnar?