Atvinnu- og menningarnefnd
1. Samantekt á starfinu á fyrri hluta ársins.
Borg í sveit / Grímsævintýri
Gekk vel. Athugasemdir komu varðandi þétta uppröðun borða í íþróttahúsinu.
Bæta þarf skráninguna fyrir söluborðinn. Best að setja það á google forms. Skýra þarf reglur um markaðinn og greiðslur fyrir borðin til að einfalda vinnuna.
Hvetja þarf fyrirtækin í sveitarfélaginu til að taka þátt í deginum.
Til skoðunar er hvað gert verður við peninginn sem kom inn fyrir sölu á borðplássi.
17. júní
Dagskráin gekk vel. Innidagskráin var hæfilega löng.
Reyna þarf að tryggja skemmtiatriðið þannig að það afbóki ekki í síðustu stundu.
Formaður ætlar að athuga með þá aðila sem sáu um andlitsmálningu á Grímsævintýrum. Mikil ánægja var með þau.
Pylsusölufjáröflunin gegg ágætlega. Sleikjóið og nammið seldist vel. Gosið einnig.
Eftir voru 250 pylsur og 5 kassar af brauðum. Pylsurnar voru seldar á 400 og gos á 300. Líklega var það of hátt verð.
2. Verkefni atvinnu- og menningarnefndar í vetur 2024/25
Rætt var um mögulega viðburði á Menningarkvöldi og hvar væri gott að halda slíkan viðburð. Nefndir voru staðir eins og bókasafnið, félagsheimilið og Græna Kannan á Sólheimum.
Nefndin útbjó auglýsingu til að setja inn á facebook síðu Gogg til að auglýsa eftir atriðum fyrir menningarkvöld haustsins.
3. Fjárhagsáætlun 2025.
Nefndin ætlar að óska eftir heimild til að greiða varamönnum fundarlaun á viðburðum eins og 17. júní og Grímsævintýrum til að fá fleiri hendur að verkunum.
4. Fundartímar.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. október klukkan 19:15.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:45