Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

24. fundur 13. nóvember 2024 kl. 18:45 - 19:45 Félagsheimilinu að Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Fjárhagsáætlun 2025.
Farið var yfir verkefni næsta árs og fjárhagsáætlun vegna þeirra.
Fært var inn í skjalið frá Sveitastjórn.
Rætt var um greiðslur til þeirra sem vinna við undirbúning og framkvæmd viðburðar. Hvort taka ætti upp tímakaup.

2. Fundartímar
Næsti fundur verður haldinn 7. janúar 2025.

3. Önnur mál
Rætt um að útbúa samning vegna viðburðahalds sem hægt er að láta aðkeypt skemmtiatriði skrifa undir td. fyrir 17. júní.

Grímsævintýri – Sveitadagurinn
Nefndin ætlar að boða til sín fulltrúa kvennfélagsins á fund í janúar til að ræða skipulagið. Búið er að hafa samband við Sólheima um að vera með sýningu vinnustofanna og jafnvel Opna dag Sólheima á sama degi.
Endurskoða þyrfti merki Grímsævintýra þannig að ekki séu notaðar höfundaréttarvarðar ævintýrapersónur í merkið.
Hugsanlega mætti gera “lukkudýr” sveitarfélagsins sem væri í merki Grímsævintýra. Útbúið verður rafrænt skráningarform til að panta borð og þannig minka vinnuna við að halda utan um skráningar fyrir markaðinn.

Aðrir viðburðir/menningarviðburðir
Vasaljósaganga um Borgarsvæðið sem endar í kakó í bálskýlinu.

Atvinnumál
Nefndin ætlar að vinna að kortlagningu á mögulegum stöðum í sveitarfélaginu þar sem væri hægt að vera með atvinnu með stuðningi. Í framhaldinu yrði haldinn opinn fundur með Vinnumálastofnun þar sem við fengjum kynningu frá þeim. Formaður verður í sambandi við Vinnumálastofnun.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:45

Getum við bætt efni þessarar síðu?