Fjallskilanefnd
Fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps kom saman til að yfirfara reikninga.
Allir reikningar voru komnir nema tveir. Það voru reikningar frá Bjarna á Þóroddsstöðum kr. 28.000.-og Þórarni í Eyvík kr. 15.000.-
Fjallskilanefnd óskar eftir því að sveitastjórn rukki Þjóðgarðsnefnd um endurgreiðslu á smalakostnaði kr. 118.500.- Vegna smölunar á Þjóðgarðinum.
Ingólfur á Villingavatni og Sigrún á Stóra-Hálsi höfðu samband og voru búin að yfirfara reikninga fyrir Grafning áður en þeim var skilað.
Fjallskilanefnd óskar eftir því að Sveitastjórn beiti sér fyrir að ristahlið verði sett á sauðfjárveikivarnarlínu við Sogsbrú til að varna samgangi fjár úr Ölfusi og Grímsnesi.
Getum við bætt efni síðunnar?