Fara í efni

Fjallskilanefnd

3. fundur 21. ágúst 2011 kl. 20:00 - 22:00 Hömrum
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Ingólfur Jónsson.

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 9. september og réttað í Klausturhólum 14. september. Fyrsta leit í Grafningi fer af stað laugardaginn 17. september. Réttað verður í Selflatarrétt mánudaginn 19. september. Lyngdalsheiðin verður smöluð í fyrstu leit og svo aftur í eftirleit sem farinn verður í október.

Sama álagning er í ár og í fyrra, bæði á jörð og á kind. Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi. Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 1.895.000 kr. bæði tekjur og gjöld.

Reiknað er með að Grímsnes sjái um smölun Þingvallarsveitarafréttar austan vatna, með svipuðu sniði og síðastliðið ár.

Getum við bætt efni síðunnar?