Fara í efni

Fjallskilanefnd

5. fundur 15. apríl 2012 kl. 20:00 - 00:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Kolbeinn Reynisson formaður fjallskilanefndar GOGG
  • Auður Gunnarsdóttir fulltrúi fjallskilanefndar GOGG
  • Ólafur Ingi Kjartansson fulltrúi fjallskilanefndar GOGG
  • Hörður Óli Guðmundsson fulltrúi nefndar um endurskoðun fjallskilasamþykktar
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
  • Friðgeir Stefánsson formaður fjallskilanefndar Laugadals
  • Sigurður Jónsson fulltrúi fjallskilanefndar Laugardals
  • Gróa Grímsdóttir fulltrúi fjallskilanefndar Laugardals

1.        Endurskoðun fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998

            Fyrir liggja drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998. Farið var yfir alla samþykktina lið fyrir lið og lagðar fram tillögur um breytingar á nokkrum atriðum.

Samþykkt var að í 17. gr., um leitartímann, skyldi bætt við „Farið skal til leita á afrétti Laugardals, Grímsnes og Þingvallasveitar austan vatna á öðrum föstudegi í septembermánuði“

og í 27. gr., um réttartímann, skyldu þær breytingar gerðar sem hér segir:

„Fyrir Þingvallasveit austan vatna og girðinga, Laugardal og Grímsnes: Kringlumýrarrétt á  sunnudegi  eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.

Fyrir Grímsnes: Klausturhólaréttir á miðvikudegi  eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.

Fyrir Laugardal: Laugarvatnsrétt  á  sunnudegi eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.“

Getum við bætt efni síðunnar?