Fjallskilanefnd
1. Endurskoðun fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998
Fyrir liggja drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998. Farið var yfir alla samþykktina lið fyrir lið og lagðar fram tillögur um breytingar á nokkrum atriðum.
Samþykkt var að í 17. gr., um leitartímann, skyldi bætt við „Farið skal til leita á afrétti Laugardals, Grímsnes og Þingvallasveitar austan vatna á öðrum föstudegi í septembermánuði“
og í 27. gr., um réttartímann, skyldu þær breytingar gerðar sem hér segir:
„Fyrir Þingvallasveit austan vatna og girðinga, Laugardal og Grímsnes: Kringlumýrarrétt á sunnudegi eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.
Fyrir Grímsnes: Klausturhólaréttir á miðvikudegi eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.
Fyrir Laugardal: Laugarvatnsrétt á sunnudegi eftir að farið er til leita sbr. 17. gr.“