Fjallskilanefnd
1. Álagning fjallskila.
Farið var yfir álagningu fjallskila og leiðrétt með tilliti til lögbýlaskráar. Einnig var farið yfir hlutfall milli fjár og lands skv. nýrri fjallskilasamþykkt. Álagning á kind verður 339 kr. og á jarðarþúsund 5 kr.
2. Göngur og réttir
Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 14. september og réttað verður í Klausturhólarétt 19. september kl 10:00. Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 14. september og sunnudaginn 16. september og réttað verður í Selflatarrétt mánudaginn 17. september kl. 9:45. Lyngdalsheiðin verður smöluð í fyrstu leit og svo aftur í eftirleit sem farin verður í október. Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi. Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 1.973.764 kr. bæði tekjur og gjöld.
3. Gangnamannakofar.
Ræddar voru ýmsar tillögur um lagfæringar á Gatfellsskála og skálanum inni við Kerlingu. Brýnast þykir að bæta við anddyri á báða skálana. Óskum við hér með að það verði tekið inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2013. En í Gatfellsskála er brýn nauðsyn fyrir breikkun á rúmum. Við beinum þeim tilmælum til sveitarstjórnar að þar verði gerð bragarbót á nú fyrir haustið 2012.
4. Selflatarrétt.
Fjallskilanefnd telur að Selflatarrétt þarfnast algjörrar endurnýjunar og að breyta þurfi staðsetningu hennar. Fjallskilanefnd óskar eftir að það verði tekið inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2013.
5. Rétt í Kringlumýri.
Rætt var um smíði á nýrri rétt í Kringlumýri. Fjallskilanefnd, sveitarstjóri, fulltrúi Kerhesta og fjárbændur fóru inn í Kringlumýri mánudaginn 20. ágúst s.l. til að skoða staðsetningu á fjárrétt í Kringlumýri.
6. Vatnsmál í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn athugi með vatnsmál inn í Kerlingu t.d. með frekari borun í holunni sem var boruð fyrir nokkrum árum.