Fjallskilanefnd
1. Unnin fjallskil.
Fjallskilanefnd kom saman til fundar til að yfirfara reikninga vegna unninna fjallskila. Allir reikningar voru komnir en lagfæra þurfti þrjá.
Unnin voru fjallskil í afgirtum heimalöndum sem þarf að innheimta;
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, fjárhæð 193.000 kr.
Bláskógabyggð vegna Þingvallasveitarafréttar austan vatna, fjárhæð 120.000 kr.
Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 15 dagsverk að fjárhæð 150.000 kr. og akstur að fjárhæð 15.000 kr. Samtals 165.000 kr.
Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 4 ½ dagsverk fjárhæð 45.000 kr. og akstur að fjárhæð 7.500 kr. Samtals 52.500 kr.
Hagavík, 3 dagsverk að fjárhæð 30.000 kr.
Rætt var um að hækka þurfi dagsverk fyrir Þjóðgarðsmölun og greiða fyrir auka smalaferðir þar.
Getum við bætt efni síðunnar?