Fjallskilanefnd
1. Sauðfé.
Miklar kvartanir hafa borist vegna sauðfjár í sumarhúshverfunum í vesturhluta Grímsnes og virðist aukin harka vera færast í málið. Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og las tölvupóst sem sveitarstjórn barst frá sumarhúsaeigendum þar sem þess er krafist að smalað verði fyrir 1. september n.k. Einnig var lagður fram tölvupóstur frá Sýslumanninum á Selfossi vegna málsins.
Fjallskilanefnd beinir því til hluteigandi búfjáreigenda að smala sínu fé hið fyrsta og eigi síðar en fyrir fyrstu leit.
Getum við bætt efni síðunnar?