Fjallskilanefnd
1. Álagning fjallskila.
Farið var yfir álögð fjallskil. Álagning á kind verður 385 kr. og á jarðarþúsund 3,15 kr.
2. Göngur og réttir.
Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 12. september og réttað verður í Klausturhólarétt 17. september kl. 10:00.
Lyngdalsheiðin verður smöluð mánudaginn 15. september og svo aftur í eftirleit í október.
Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 16. september kl. 10:00 eftir fyrstu leit, fyrir alla.
Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 19. september og réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 22. september kl. 9:45.
Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi.
Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 2.698.607 kr., bæði tekjur og gjöld. Þar af er álögð fjallskil 2.148.607 kr. og aðrar tekjur 550.000 kr.
3. Fjallseðill.
Farið var yfir fjallseðil og gerðar viðeigandi breytingar.