Fjallskilanefnd
1. Fjallferðir.
Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 8. september og réttað verður í Klausturhólarétt 13. september kl. 10:00.
Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 12. september kl 10.00 eftir fyrstu leit, fyrir alla.
Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 15. september og réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 18. september kl 9:45.
2. Fjárhagsáætlun og álagning.
Dagsverk í Grímsnesi 7.000 kr.
Dagsverk í Grafningi 10.000 kr.
Álagning á kind 490 kr.
Á jarðarþúsund 2.25 kr.
Fjárhagsáætlun áætluð 2.770.752 kr.
Þar af fjallskil 2.120.752 kr.
Aðrar tekjur 650.000 kr.
3. Aðstaða í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir nýju húsi í Kerlingu og þá í samráði við nefndarmenn einnig viljum við fá rennur á hesthúsið til að brynna hrossunum.