Fara í efni

Fjallskilanefnd

19. fundur 11. desember 2017 kl. 19:30 - 23:36 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Björn Snorrason
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Benedikt Gústavsson

1.        Unnin fjallskil.

Nefndin kom saman og fór yfir reikninga og lagfærði eins og þurfti.

Unnin fjallskil voru samtals 2.793.000 kr.

Unnin fjallskil sem þarf að innheimta:

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum,  samtals 375.000 kr.

Bláskógabyggð vegna Þingvallasveitarafréttar austan vatna, samtals 150.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 24 dagsverk að fjárhæð 240.000 kr. og akstur að fjárhæð 35.000 kr. Samtals 275.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 10 dagsverk fjárhæð 100.000 kr. og akstur að fjárhæð 20.000 kr. Samtals 120.000 kr.

Hagavík, 8 dagsverk. Samtals 80.000 kr.

Úlfljótsvatn 6 dagsverk. Samtals 90.000 kr.

Samtals fjallskil sem þarf að innheimta eru 1.090.000 kr.

 Áætlun fyrir fjallskil árið 2017 var 2.120.752 kr.

Fjallskil samtals árið 2017 var 1.703.000 kr.

Hagnaður 2017 er því  417.752 kr.

 2.  Skáli í Kerlingu.

Lagt er til að hann samanstandi af þremur gámaeiningum sem rúma hið minnsta 12 manns bæði í svefn og mataraðstöðu. Einnig væri aðstaða fyrir reiðtygi, hunda og yfirhafnir. Fjallskilanefnd er tilbúinn að koma með nánari útfærslu þegar búið er að finna ásættanlegar einingar.

  3.      Fjallferð.

Lagt er til að flýta fjallferð um eina viku og ræða það við Laugdæli, Þingvallasveit og Ölfus.

 4.      Stækkun á leitarsvæði.

Farið er fram á að hreppsnefndin fái Bláskógabyggð til að bera kostnað við smölun á Töglunum og suður Miðfellshraun.

Getum við bætt efni síðunnar?