Fjallskilanefnd
1. Fjallferðir.
Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 7. september. Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 11. september kl. 10:00, fyrir alla.
Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 14. september og réttað verður í Selflatarétt mánudaginn 17. september kl. 09:45.
Önnur leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 28. september.
2. Fjárhagsáætlun og álagning.
Dagsverk í Grímsnesi 7.000 kr.
Dagsverk í Grafningi 10.000 kr.
Dagsverk á hjóli 15.000 kr.
Álagning á kind 450 kr.
Álagning á jarðarþúsund 2.25 kr.
Fjárhagsáætlun áætluð 2.836.619 kr.
Þar af fjallskil 1.836.619 kr.
Aðrar tekjur 1.000.000 kr.
3. Stækkun á leitarsvæði.
Farið er fram á að hreppsnefnd haldi áfram viðræðum við Bláskógabyggð til að bera kostnað við smölun á Töglunum og suður Miðfellshraun.
4. Skáli í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir að verði settar 5.000.000 kr. á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 til byggingar nýs skála í Kerlingu.
5. Breyting á reglugerð fjallskila í Ingólfshólfi.
Unnið verður að því ásamt aðliggjandi sveitarfélögum að breyta ákvæði um tímasetningu fyrstu leita úr 22. viku sumars í 37. viku árs fyrir haustið 2019.