Fjallskilanefnd
1. Fjallferðir.
Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 4. september. Réttað verður í Kringlumýri
mánudaginn 7. september.
Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 11. september og réttað verður í nýjum
Grafningsréttum mánudaginn 14. september.
2. Fjárhagsáætlun.
Dagsverk Grímsnes 7.000,-
Dagsverk Grafningur 10.000,-
Dagsverk hjól 15.000,-
Álag á kind 585,-
Álag á jarðarþúsund 2,-
Fjárhagsáætlun áætluð 3.094.157,-
Þar af fjallskil 1.794.157,-
Aðrar tekjur 1.300.000,-
3. Framkvæmd smölunar.
Tekið fyrir minnisblað oddvita og smalanir ræddar út frá COVID. Skálagistingar, bílferðir og
fækkun smala. Ákveðið að aðeins 10 manns fari í vesturleit/þingvallasveit og 6 manns fari í
austurleit. Annað rætt en ekki ákveðið að fullu þar sem COVID aðstæður eru að breytast ört og
tæpar 3 vikur í smölun.